30.8.2008 | 23:51
Blindrafélagið tekur á móti alþjóðaforseta Lions.
Í dag, laugardaginn 30. ágúst, tók Blindrafélagið á móti alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar Albert F. Brandel og konu hans Dr. Maureen Murphy í húsakinnum sínum að Hamrahlíð 17.
Alþjóðaforseti og frú eru hér í árlegri heimsókn alþjóðaforseta til Íslands. Al tók við embætti sem alþjóðaforseti á alþjóðaþingi hreyfingarinnar sem haldið var í Bankok í Tælandi nú í sumar
Heimsóknin í Blindrafélagið var vegna Rauðrar fjarðar söfnunar Lions nú í vor, en þá söfnuðust 12,9 miljónir króna sem runnu til Leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins
Í móttökunni voru Al og Maureen leidd í allan sannleikann um Leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins og aðkomu Lionsmanna á Íslandi, og landsmanna allra, að því.
Í söfnuninni, sem stóð yfir 3. til 6. apríl, söfnuðust 12,9 miljónir króna eða sem nemur 42,8 krónum á hvert mannsbarn á Íslandi. Kostnaður var um 400.000 kr eða 3,1% af söfnunarfé. Ef við yfirfærum þetta á bandarísk forhold þá þyrftu þeir að safna 51 centi á hvern íbúa og gerði það 155 miljarða ISK og kostnaðurinn þyrfti að vera um 4,8 miljónir USD
Frá Lionshreyfingunni mættu:Alþjóðaforseti Albert F. Brandel og eiginkona hans Dr. Maureen Murphy. Fjölumdæmisstjóri Daníel G. Björnsson, Lkl. Muninn, Kópavogi og eiginkona hans Jórunn J. Guðmundsdóttir, Lkl. Ýr, Kópavogi. Umdæmisstjóri 109A Guðrún Björt Ingvadóttir, Lkl. Eik, Garðabæ og eiginmaður hennar Jón Bjarni Þorsteinsson, Lkl. Mosfellsbæjar. Umdæmisstjóri 109B Árni Viðar Friðriksson, Lkl. Hæng, Akureyri og eiginkona hans Gerður Jónsdóttir. Frá Rauðrar fjöðurnefnd þeir Guðmundur Rafnar Valtýsson, Lkl. Laugardals, formaður og Sigurjón Einarsson Lkl. Þór, Reykjavík
Að Blindrafélagsins hálfu tóku Kristinn Halldór Einarsson formaður og Ólafur Haraldsson framkvæmdastjóri á móti hópnum. Hér til hliðar í myndaalbúmi má sjá myndir frá athöfninni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.