Fjórða nóttin með svefnöndunartæki

Ég vil byrja á því að óska ykkur, sem þetta lesið, gleðilegs árs.

Í gær, gamlársdag, ágerðist kvefið og blóðnasirnar.  Mér gekk nokkuð vel með daginn fram á kvöld (sofnaði aðeins yfir Skaupinu í gærkvöldi)  og hélt út til kl 02 í nótt.

Vaknaði einhvern tíman í nótt og leið afar illa, reif af mér grímuna og slökkti á dælunni.

Vaknaði um kl 09 í morgun óhress og sit nú geispandi við tölvuna að skrifa þessar línur.

Kæfisvefn er ekki eitthvað til að hlæja að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón og gleðilegt ár.

Varðandi þessar leiðinlegu blóðnasir þá hefur frúin mín þjáðst af þessu lengi en þá benti heimilislæknirinn minn nýkomin frá Svíþjóð á sérstaka nefoliu(Nese Oil)sem fæst í apóteki án lyfseðils og smyr þurra nefhúðina og viti menn sólarhring seinna var þetta vandamál úr sögunni.Nú eru liðnar 3 vikur og ekkert hefur skeð. Smá smurningur hvern morgun og búið

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 12:53

2 Smámynd: Sigurjón Einarsson

Sæll Þór!

Þakka þér fyrir góð ráð.

Sigurjón Einarsson, 1.1.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband