Enn og aftur um kæfisvefninn

Í gær náði ég að halda mér nokkuð vakandi, en fór að dotta yfir myndum kvöldsins.

Fór í rúmið um kl þrjú í nótt.  Mér gekk illa að sofna og gríman pirraði mig í hægri nösina en þraukaði fram á morgun, en þá var ég mjög stíflaður af kvefinu.

Nú bíð ég eftir að heyra frá fagmanni hvort ráðlegt sé að vera með svefnöndunartækið svona stíflaður af kvefi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Sigurjón.

Ég undirritaður,fór í hjartaaðgerð,þar þrjár æðar voru stíflaðar í hjartanu.Nú aðgerðin tókst vel.En hverjar ástæður að svona var komið fyrir mér.Ég var mikil pípureykingamaður,og þótti það vera ástæðan.En við endurhæfingu,hafði ég orð á því,sem að konan kvartaði undan.En það var annarsvegar miklar hrotur og hins vegar að ég hætti oft að anda á nóttinni.Nú ég var tekinn og mældur yfir nótt,að var það áberandi að ég hafði mikinn kæfusvefn.130 sinnum hætti ég að anda á einni nóttu.Mér voru fenginn þessi svefnöndunnartæki,en ég neitaði að nota þau,ekki síst vegna starfa minna.Ég taldi það ekki vera traustvekjandi fyrir skipverja mína,að koma að mér hlaðinn einhverjum tækjabúnaði.

 En ég gafst ekki upp,ég vildi fá ástæður kæfusvefnsins,og leitaði til háls-nef og eyrnalæknis.Hann fann stærðarinnar sepa í nefinu á mér.Hann fjærlægði hann.

Eftir þá aðgerð,losnaði ég við kæfusvefninn og hroturnar hurfu næstum alveg.Að vísu hrýt ég ef ég er kvefaður.Að þessu framsögðu,skora ég á þig að fara til sérfræðing í öndunnarfærum,og benda honum á þetta dæmi,og kanna hvort,það sé ekki líkt á komið með þig,eins og mér.Gangið þér vel.

Ingvi Rúnar Einarsson, 2.1.2010 kl. 13:45

2 identicon

Sæll ingvi Rúnar!

Þakka gott ráð.

Gætir þú sent mér nafn læknisins á sjonni@strik.is ef þú sérð þetta.

Sigurjón Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Sigurjón.Guð velkomið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 2.1.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband